Heiftarleg markaðssetning 31. janúar 2005 00:01 Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Markaðssetningin á verkjalyfinu Vioxx var mjög heiftarleg, segir Magnús Jóhannsson prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann bendir á að framleiðandi lyfsins hafi farið í mikla auglýsingaherferð í Bandaríkjunum til að ná eyrum almennings. Þá sé frægur fundurinn sem haldinn var í Berlín, líklega fyrir tveimur og hálfu ári, á vegum fyrirtækisins. "Þar var einungis fjallað um Vioxx og þangað boðið stórum hópi lækna, meðal annars frá Íslandi," rifjar hann upp. "Ég heyrði lýsingar af fundinum. Þar var talað daginn út og daginn inn um kosti lyfsins, en ekkert rætt um gallana. Mjög lituð umfjöllun. Svo var þessu ágæta fólki haldið uppi undir því yfirskini að þetta væri símenntun eða almenn fræðsla sem það var náttúrlega ekki. Það var eingöngu verið að vegsama þarna þetta eina lyf. Þetta er það dæmi sem ég hef heyrt um, en eflaust eru þau fleiri." Vioxx hefur verið tekið af markaði Í Evrópu og Bandaríkjunum vegna aukaverkana frá hjarta- og æðakerfi, sem geta valdið heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Í kjölfarið ákváðu sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu og Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna að taka þennan lyfjaflokk til gagngerrar skoðunar. Vioxx skilaði sínu Magnús segir að komið hafi á óvart að framleiðandinn skyldi sjálfur taka lyfið af markaði. Margir hefðu viljað skýra það með því að umfjöllunin hafi verið orðin svo erfið fyrir hann og fyrirtækið væri búið að fá inn margfalt meira en sem numið hefði öllum kostnaði sem lagður hefði verið út. Lyfið hefði þannig verið búið að skila sínu. "Það getur vel verið að það sé rétt, því Vioxx seldist alveg ótrúlega mikið," segir Magnús. Spurður um hugsanlegar málssóknir á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem sjúklingar telji sig hafa orðið fyrir af notkun þess segir hann að afar erfitt sé að sanna skaðsemi af völdum þess, nánast ómögulegt. Flestir sjúklinganna séu á þeim aldri að þeir geti verið farnir að fá æða- og hjartasjúkdóma af öðrum völdum. Þetta hafi meir að segja sýnt sig í thalidomid - málinu fyrr á árum. Þá hafi viðkomandi lyfjaframleiðandi getað náð samningum við fórnarlömbin. Sömu sögu hefði verið að segja um fyrstu getnaðarvarnartöflurnar sem hefðu haft í för með sér aukna hættu á tilteknum sjúkdómum. Tiltölulega fáir hefðu farið í málaferli. Þau hefðu orðið mjög langdregin og líklega litlu skilað. "Það er hægt að sýna fram á samband í stórum faraldsfræðirannsóknum, en afar erfitt að sanna þetta í einstökum tilvikum. Þar getur verið um að ræða sjúkling sem kominn er með alvarlegan kransæðasjúkdóm, fer að taka svona lyf og fær áfall. Hann hefði fengið áfall hvort eð var." Rannsakað hér Magnús segir að verið sé að undirbúa rannsóknir hér á landi undir forystu Guðmundar Þorgeirssonar hjartalæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi, með þátttöku ýmissa lyfja- og heilbrigðisstofnana. "Við höfum mun betri möguleika hér á Íslandi heldur en margir annars staðar til þess að athuga Vioxx og skyld lyf, það er COX - 2 hemla. Fyrir fáeinum árum voru sett hér lög um lyfjagagnagrunn, sem fór í gang 2001. Rannsóknin mun beinast að því að athuga hvort þessi lyf valdi hjarta- og heilaáföllum hér. Hægt er að finna út hverjir hafa fengið hjarta- og heilaáföll á þessum tíma og fletta síðan upp í grunninum og athuga hvort þetta fólk hefur verið að taka þessi lyf. Það er svo borið saman við samanburðarhóp," segir Magnús og bætir við að tilskilin leyfi þurfi að liggja fyrir áður en farið sé í slíka rannsókn, því strangar reglur gildi til að mynda um gagnagrunninn.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira