Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall 27. janúar 2005 00:01 Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Landlæknisembættið athugar nú möguleikana á því að gera rannsókn á því hvort megi finna aukningu á hjarta og heilaáföllum hjá gigtarsjúklingum sem notuðu Vioxx hér á landi síðastliðin ár miðað við sjúklinga með sama sjúkdóm, sem notuðu eldri gigtarlyfin.Til þess þarf að nota upplýsingar úr gagnagrunnum, sem fyrir hendi eru og fá til þess tilskilin leyfi. Tilkynningar hafa borist á síðustu dögum til embættisins um fimm sjúklinga sem allir voru á Vioxx - gigtarlyfinu og hafa fengið hjartaáfall, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis. "Hér er um tölfræðilega nálgun sé að ræða, það er samanburð á þessum hópum fólks. Það má líta á töku lyfsins sem áhættuþátt, líkt og reykingar eru áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma samkvæmt tölfræðilegum gögnum, en ekki sé hægt beinlínis að benda á ákveðinn einstakling og fullyrða að Vioxx hafi orðið honum að bana," sagði Matthías Hann kvaðst vilja undirstrika að rannsóknarhugmyndin væri á algjöru frumstigi. Til hennar þyrfti aukafjármagn, sem reynt yrði að sækja, svo og einhvern aukamannafla. Varðandi tilkynningaskyldu lækna um aukaverkanir lyfja sagði Matthías, að hún væri vissulega til staðar. Hins vegar væri oft erfitt fyrir menn að átta sig á því hvenær væri um eindregnar aukaverkanir að ræða og hvenær um hluta meðferðar, eða einfaldlega einkenni sem tengdust sjúkdóminum sjálfum eða þá öðrum lyfjum sem viðkomandi notar. "Hins vegar er því ekki að neita að eru tilkynningar frá íslenskum læknum eru færri heldur en gengur og gerist meðal annarra þjóða," sagði Matthías. Spurður hversu miklu munaði þar sagði hann að það gæti verið allt að helmingur. Í Vioxx-málinu hefðu aukaverkanatilkynningar þó litlu breytt, því um væri að ræða áföll sem kæmu eftir áralanga notkun. "Þessi tilkynningaskylda er til þess að lyfjaframleiðendur og yfirvöld fái upplýsingar," sagði hann enn fremur. "Íslendingar nota aðeins örlítið brot af lyfjunum í heiminum. Það má kannski segja að ekki skipti sköpum hvort allt sé tilkynnt frá Íslandi eða ekki neitt, þótt ekki verið að draga úr því að íslenskir læknar eiga að standa sig betur í því að tilkynna um aukaverkanir og leggja þannig sitt af mörkum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira