Trassa að tilkynna aukaverkanir 26. janúar 2005 00:01 Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Íslenskir læknar sinna tilkynningaskyldu sinni varðandi aukaverkanir lyfja ekki sem skyldi, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Aðeins þrjár tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx bárust stofnuninni á árabilinu 2000 - 2004, eða á þeim tíma sem lyfið var á markaði hér, þar af tvær alvarlegar. Rannveig sagði, að Lyfjastofnun hefðu ekki borist neinar tilkynningar um dauðsföll tengda notkun þessara lyfja hér á Íslandi. Hún sagði enn fremur, að auk þessa hefðu aðstandendur tveggja sjúklinga haft samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast alvarlega af notkun lyfsins, annar þeirra jafnvel látist af völdum þess, en það væru einungis vangaveltur eftir að umræðan hefði hafist um aukaverkanir þess. Mikil umræða hefur orðið erlendis um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx, sem tekið var af markaði eftir að þrjár klínískar rannsóknir höfðu sýnt að hætta væri á hættulegum aukaverkunum af notkun þess, þar á meðal hjartaslagi og heilablóðfalli. Sérfæðingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu telja, að fjöldi sjúklinga hafi fengið hjartasjúkdóma eða jafnvel látist af völdum þessara aukaverkana. Ljóst er af tölum frá Tryggingastofnun, að notkun lyfsins hefur verið mikil hér á landi á þeim tíma sem það var leyft. "Það skortir á að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sinni þessari tilkynningaskyldu sinni," sagði Rannveig. "Sumir læknar hringja jafnvel í okkur og velta því fyrir sér hvort um aukaverkanir geti verið að ræða í ákveðnum tilvikum. Þeir eru þá hvattir til að senda tilkynningu, en hún kemur alltof sjaldan." "Vegna þessarar umræðu vil ég benda á að lyfjastofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa náið samstarf," sagði Rannveig. "Starfandi er vinnuhópur, lyfjagátarnefnd, á vegum Lyfjastofnunar Evrópu. Hann safnar saman upplýsingum um aukaverkanir lyfja frá öllum löndum og ákveður hvort skoða þurfi einhver þeirra nánar. Nú er til dæmis COX 2 hemla lyfjaflokkurinn í sérstakri skoðun ."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira