Lítið forrit lækkar símreikninginn 23. janúar 2005 00:01 Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira