Má fólk ekki bara hlæja? 14. janúar 2005 00:01 Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun