Má fólk ekki bara hlæja? 14. janúar 2005 00:01 Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er það mál sem skekið hefur "listaheiminn" öðrum fremur þetta misserið, Það er Sigmundsmálið svokallaða, þar sem forsætisráðherra landsins tók ákvörðun um að festa kaup á skopmyndasafni Sigmunds sem teiknað hefur fyrir Morgunblaðið í áratugi. Ekki batnaði ergelsi manna við þær fréttir að í fyllingu tímans yrði reist hús yfir safnið í Vestmannaeyjum. Mörgum finnst þetta svo vond hugmynd að þeir halda vart líkamsvessum. Mér finnst hún góð. Menn tína til ýmsar ástæður fyrir vondleika hugmyndarinnar. Sumir vilja meina að þetta sé pólitísk ákvörðun. Sem ég vona að þetta sé, því þetta er góð pólitísk ákvörðun - aldrei slíku vant. Ef pólitíkusar gerðu ekki verri hluti af sér en að kaupa heildarhöfundarverk myndlistarmanna og reisa þeim söfn byggjum við í paradís. Enn aðrir vilja meina að Sigmund sé ekki þess virði, hann hafi ekki nógu listrænan stíl, efnið er ekki flokkað sem góðviljuð kímni sem borin er upp af háttvísi og siðfágun og svo framvegis, og svo framvegis. Í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu er Sigmund borinn saman við Hans Bendix og Bo Böyesen og Storm P. í Danmörku og því lýst yfir að hann standist ekki samanburð við þá; ekki heldur við Tryggva Magnússon og Halldór Pétursson sem voru góðir íslenskir teiknarar á sinni tíð. Bíðum nú við... Hvað menn eru þessir Hans og Bo og Storm? Hvað koma þeir okkur við? Eigum við að reisa safn yfir þeirra verk? Og hvað þá ágætu ágætu menn Tryggva og Halldór varðar, þá er eiginlega leitt til þess að vita að forsætisráðherrar þeirra tíðar hafi ekki haft rænu á að byggja safn utan um kúnst þeirra. Það hefði verið gaman fyrir okkur sem nú höfum gagn og gleði af því að skoða alls kyns spegla á sögu okkar og menningu, líka spéspegla. En þótt þessum tveimur mönnum hafi enn ekki verið reist safn og til séu útlendingar sem eru góðir teiknarar, þýðir það ekki að ekki megi byrja einhvers staðar. Og hvers vegna ekki á Sigmund - sem er með aðgengilegt safn NÚNA. Það sparar ómælda vinnu í öflun efnis og heimilda sem til þyrfti þegar safnið er komið út og suður, austur/vestur, norður og niður. Það má vel vera að sigldir menn líti niður á höfundarverk Sigmunds. Engu að síður eru myndir hans spéspegill á sögu þjóðarinnar í áratugi. Það má vel vera að kímni hans sé ekki alltaf góðviljuð - enda er hann oftar en ekki að bregðast við síður en svo góðum atburðum í myndum sínum. Það er ekki eins og við búum í algóðum heimi. Gagnrýni hans hefur oftar en ekki verið beitt - og glöggt er hans Vestmannaeyja-auga. Við sem höfum getað gengið að myndum Sigmunds allan okkar blaðalestursaldur lítum á hann sem okkar teiknara og finnst hann oft skemmtilegur og sniðugur. Ég vona svo sannarlega að safn um myndir Sigmunds rísi í Vestmannaeyjum - og það sem fyrst. Jafnvel þótt hlegið verði enn meira að okkur í útlöndum en þegar er orðið. Það held ég að fólk megi hlæja. Skítt með það. Það er öllum holt að hlæja - líka útlendingum. Í myndum Sigmunds er horft á sögu okkar og arfleifð í öðru ljósi en gengur og gerist - og það megum við alveg varðveita okkur til gleði og skemmtunar. Við berum enga ábyrgð á því að brestir komi í yfirlætislegan fýlusvip einhverra útlendinga sem koma við í Eyjum, þótt ég hafi enga trú á því þar sem ég efast um að þeir þekki allir Hans og Bo og Storm. Margir þeirra skilja hvort eð er ekki Sigmund vegna þess að þeir hafa ekki lifað á Íslandi þá áratugi sem hann hefur teiknað. Safnið verður því helst fyrir okkur Íslendinga. Sigmund teiknaði myndirnar svo við mættum hlæja og við höldum því bara áfram. Honum er örugglega sama. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun