

Hve mörg eru fórnarlömbin?
Mikla athygli vakti í október síðastliðnum þegar sérfræðingar við Bloomberg-lýðheilsudeild John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum birtu skýrslu í breska læknaritinu Lancet þar sem greint var rannsókn sem leitt hafði í ljós að hinir látnu af völdum stríðsins væru miklu fleiri en talið hefur verið eða allt að 100.000. Það er gífurlegur fjöldi og vakti að sjálfsögðu upp spurninguna um sjálfan tilganginn með herferðinni. Var hægt að réttlæta innrásina ef þessar tölur voru réttar?
Dregið hefur verið í efa að upplýsingarnir séu á rökum reistar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ekki viljað fallast á þær. En þau hafa jafnframt hafnað kröfum um að opinberir aðilar framkvæmi nýja rannsókn. Þess vegna hafa þau sjálf engar tölur fram að færa til mótvægis né hafa þau sett fram faglega gagnrýni á rannsóknina. Málið hefur komið til umræðu hér á landi og hefur Davíð Oddsson utanríkisráðherra fullyrt í sjónvarpsfréttum að búið sé að hrekja tölur vísindamannanna í Lancet-greininni.. Er það rétt? Hver er sannleikurinn í málinu?
Lancet-rannsóknin var unnin í Írak í september síðast liðnum.Hún fór þannig fram að valdar voru með tilviljanaúrtaki eitt þúsund fjölskyldur á 33 völdum svæðum í landinu, þær síðan heimsóttar og spurðar um barnsfæðingar og dauðsföll fyrir og eftir innrásina. Talað var við nær átta þúsund manns á tæplega þúsund heimilum. Niðurstaðan var sú að dauðsföll íraskra borgara voru 2,5 sinnum algengari á sautján mánaða tímabili eftir innrásina en fjórtán mánuði fyrir hana. Á 15 af stöðunum sem heimsóttir voru greindi fólk frá dauðsföllum sem rekja mátti til innrásarinnar og átaka og ástands vegna hennar. Flestir hinna látnu voru konur og börn.
Talningin benti til þess að allt að 100 þúsund manns hefðu látist til viðbótar við eðlileg árleg dauðsföll í landinu. Með einum eða öðrum hætti var það rakið til styrjaldarástandsins.
Deilt hefur verið um þessa tölu. Enginn vafi er á því að upplýsinga var aflað við mjög erfiðar aðstæður og ekki var sannreynt með dánarvottorðum nema í ákveðnum tilvikum að satt og rétt væri greint frá. Rannsóknarmenn töldu þó ekki ástæðu til að efast. En þeir viðurkenna að tölurnar sem framreiknaðar eru út frá úrtakinu geti ekki verið alveg nákvæmar en það breyti því ekki að þær séu mjög nærri lagi. Yfirmaður rannsóknarinnar, Les Roberts, telur tölurnar meira að segja varfærnislegar. Hinir látnu kunni að vera mun fleiri. Rannsóknaraðferðin sjálf, val úrtaks og viðmiðanir, er talin traust, byggir á sömu tölfræði og skoðanakannanir, og hefur áður verið notast við hana í stríðshrjáðum löndum eins og Afganistan og Kosovo án þess að deilt hafi verið um niðurstöðurnar.
Vefritið Slate.com hefur birt grein þar sem talin 100.000 er dregin í efa og bent á að samkvæmt tölfræðilegum grundvelli verksins geti hinir látnu verið nærri 90 þúsund færri eða fleiri. Þessi ályktun hefur þó verið talin fráleit í úttekt á málinu í tímaritinu Economist eins og lesa má hér.
Segja má að vafi leiki á nákvæmni talnanna sem birtar voru í Lancet. Ekki er þó rétt að tala um að niðurstaðan hafi verið hrakin. Segja má að ekki sé hægt að kveða upp úr um hvort tölurnar séu í raun réttar nema með nákvæmari rannsókn í Írak, rannsókn sem Bandaríkjamenn og Bretar hafa fram að þessu ekki viljað fallast á að framkvæma.
En hvort sem Lancet-greinin hefur hitt á rétta tölu eða ekki er ljóst að óbreyttir borgarar sem látist hafa í Íraksstríðinu eru langtum fleiri en nokkurn óraði fyrir í upphafi hernaðarins og langtum fleiri en hægt er að réttlæta.
Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar