Tilkynnt um 80 miltisbrandssvæði 10. janúar 2005 00:01 Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um 80 staði á landinu þar sem grunur leikur á að miltisbrandur sé í jörðu, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum. Talið er nokkuð víst að 50 - 60 þeirra séu sýktir en meiri vafi leikur á 20 - 30 svæðum. Þessir staðir eru dreifðir um allt land, en þó flestir á suðvestur- og vesturlandi. Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði og hefur unnið að öflun upplýsinga um þá. Miltisbrandurinn hér á landi er rakinn til innflutnings á stórgripahúðum frá Afríku í kringum aldamótin 1900. Sannreynt var í Þýskalandi á þessum tíma að hluti húðanna voru sýktar. "Þessum stöðum er enn að fjölga og eitthvað ennþá óupplýst," sagði Sigurður sem kvað skipta miklu máli að fá upplýsingar frá fólki sem teldi sig vita um miltisbrandssýkta staði, jafnvel þótt það væri ekki fullvisst í sinni sök. Hann sagði að menn hefðu hringt með slíkar upplýsingar eða skrifað. Þá kvaðst Sigurður hafa farið inn á elliheimili til að ná í aldrað fólk sem talið var búa yfir slíkum upplýsingum. Spurður um hvort hægt væri að sannreyna hvort miltisbrandur væri til staðar sagði Sigurður það mjög erfitt að rækta bakteríuna, en svo kynni að fara að það yrði gert ef aðferðir reyndust nothæfar til þess. "Miltisbrandssýktir staðir verða væntanlega merktir og teknir á skrá með viðeigandi fyrirvörum," sagði Sigurður. "Þeir verða hnitmiðaðir nákvæmlega og gefin verður út skrá sem birt verður á vef yfirdýralæknis. Þaðan verða upplýsingarnar settar á tengingu til þeirra fjölmörgu aðrir aðila sem þurfa á því að halda. Jafnframt þeirra sem vinna á einn eða annan hátt við að bylta jörðinni eða grafa munu einnig fá slíka skrá. Það er ekki hætta af stöðunum sem slíkum ef yfirborðinu er ekki raskað." Hann sagði að auk suður- og Vesturlands hefði verið tilkynnt um miltisbrandssýkt svæði á stöðu stöðum á Vestfjörðum, allt norður á Strandir og vestur að í Ísafjarðardjúpi, á Norðurlandi og talsvert á Austurlandi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent