Óttast frekari samdrátt hjá SÁÁ 5. janúar 2005 00:01 Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira