Óttast frekari samdrátt hjá SÁÁ 5. janúar 2005 00:01 Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Samdráttaraðgerðir þær sem nú eru komnar til framkvæmda á Vogi vegna fjárskorts bitna verst á fólki sem þarf endurteknar innritanir og þarf mikið á bráðaþjónustu að halda, fólki sem er mikið veikt og á erfitt með að halda sér frá vímuefnum, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Hann óttast að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til að koma til móts við kostnað viðhaldsmeðferða ópíumfíkla, sem ríkið hafi enn ekki greitt krónu til. Þórarinn lagði línurnar með starfsfólki sínu á fundi í fyrradag. Dregið verður úr innlögnum, og bráðaþjónusta og innlögnum í framhaldi af henni verður hætt. "Það verður einungis unnið út frá biðlistum hér eins og þeir liggja fyrir," sagði Þórarinn. "Allir þeir sem eru 16 ára og fram að tvítugu eiga greiðan aðgang að spítalanum, svo og þeir sem ekki hafa verið í meðferð áður." Viðhaldsmeðferðin fyrir ópíumfíkla heldur áfram fyrir þá sem þegar voru í hana komnir, en nýir verða ekki teknir inn. "Við erum ekki farnir að sjá neina peninga í hana ennþá, ekki einu sinni þá sem við áttum að fá á síðasta ári," sagði Þórarinn. "En við reynum að halda þessu á floti áfram." Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði við Fréttablaðið nýlega, að hann vildi eiga samskipti við SÁÁ á grundvelli gildandi þjónustusamnings. Forráðamenn sjúkrahússins gætu sent formlega beiðni til ráðuneytisins um viðræður um endurskoðun samningsins ef þeim byði svo við að horfa. Spurður hvort slíkt hefði verið gert kvað Þórarinn svo ekki vera. "Það má minna á hvernig göngudeildin á Akureyri var fjármögnuð á árinu 2000, að mig minnir, þegar þurfti að færa fjármagn vegna þeirrar þjónustu sem við vorum með á Akureyri," sagði Þórarinn. "Það fjármagn var tekið af rekstrarfénu á Vogi. Þá var skilgreint að hluti af fjárveitingu Vogs ætti að fara til Akureyrar, sem þýddi að við urðum að draga saman. Mér heyrist ráðherrann vera að gefa upp boltann með það að hann ætli að leysa kostnaðinn við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla með því að draga úr meðferð á Staðarfelli eða Vík. Ef hann ætlar ekki að fjármagna hana með því að taka upp þjónustusamninginn, eða bæta aukalið við hann, þá hlýtur hann að ætla sér að taka peninga sem eru í öðrum meðferðarþáttum í þetta. Það þykir mér leiðinlegt að heyra."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira