Hefði Jón forseti bloggað? 4. janúar 2005 00:01 Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun