Hefði Jón forseti bloggað? 4. janúar 2005 00:01 Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort hann hefði! Jón Sigurðsson, þjóðfrelsishetjan góða (1811-1879), var óvenju næmur fyrir straumum og stefnum samtíðar sinnar. Sem stjórnmálamaður kunni hann flestum öðrum Íslendingum betur að notfæra sér fjölmiðla síns tíma baráttumálunum til framdráttar. Þessi fjölmiðlar voru blöð og tímarit og sendibréf. Í blöðin, í Danmörku, Noregi og á Íslandi, skrifaði hann baráttugreinar um dægurmálin; tók til sóknar og varnar um helstu deiluefni líðandi stundar. Blöð sem komu út vikulega eða oftar voru þá nýlunda. Í tímaritin skrifaði hann langar og lærðar greinar um meginhugmyndir sínar og markmið og studdi málflutning sinn með sögulegum rökum og gögnum sem hann sótti í forn og ný skjöl. Í sendibréfunum sló hann á léttari strengi, slúðraði svolítið, leitaði fregna og skipulagði baráttuna á heimavígstöðvunum. Ekki þarf um að efast um að Jón Sigurðsson hefði tekið netinu fagnandi og nýtt sér það eins og framtakssamir stjórnmálamenn og hugmyndafræðingar okkar tíma hafa gert. En það má líklega bóka að aldrei hefur að honum flogið að slík tækni sem netið er yrði til í veröldinni. Nógu gaman er nú samt að ímynda sér hvernig hann hefði notfært sér netið, hvað hann hefði skrifað á það, á hvaða vefsíður hann hefði vísað og hversu oft hann hefði uppfært efnið. Kannski hefði vefsíðan litið út eins og hér að ofan en um fyrirmynd hennar ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum. Líklega hefði Jón Sigurðsson bloggað daglega. Hann var nefnilega ansi starfsamur og féll sjaldan verk úr hendi. Stjórnmálin voru raunar aukabúgrein því hann var fræðimaður að aðalstarfi, sískrifandi og lesandi frá morgni til kvölds.Ef Jón hefði bloggað, þá hefðu samferðamenn hans margir líka gert það, verður að ætla. Og þá hefði hann væntanlega vísað á bloggsíður helstu vina og baráttufélaga í Kaupmannahöfn, þar sem hann var búsettur, og heima á Íslandi. Hann hefði til dæmis bent á vefsíðu Jóns Guðmundssonar Þjóðólfsritstjóra eða vinar síns séra Hannesar Stephensen. Og sennilega hefði hann sýnt það örlæti og þá víðsýni að benda lesendum sínum á vefsíður andstæðinga sinna í stjórnmálum og valdsmanna eins og konungs og ráðherra. Kannski hefði hann líka vísað á erlendar síður með fróðleik og fræðiskrifum því hann hafði unun af lærdómi og hugmyndum. Samt var hann ekki grillufangari eins og hugmyndasinnuðum mönnum hættir til heldur jarðbundinn raunsæismaður.Blogg og stjórnmál eru um þessar mundir mjög til umræðu víða um lönd. Frétta- og stjórnmálaskýrendur vilja meina að netið sé farið að hafa áhrif á framvindu stjórnmála. Eru fjölmörg dæmi nefnd því til stuðnings, meðal annars úr bandarísku forsetakosningunum á dögunum þar sem bloggarar voru æ ofan í æ í sviðsljósi hinna pólitísku átaka. Og víðast hvar er það orðið svo að stjórnmálamenn sem einhver veigur er í eru komnir með eigin netsíðu eða blogg. En áður en lengra er haldið er rétt að staldra við orð og hugtök í þessu sambandi. Blogg er í rauninni eingöngu dagbók einstaklings á netinu með allri þeirri fjölbreytni sem slíkri skráningu fylgir. Það er a.m.k. upphaflega skilgreiningin. Og sennilega rúmast 90% af öllu bloggi á netinu innan þeirrar skilgreiningar. Verum hreinskilin: Mest af þessu efni er eins óspennandi aflestrar og hugsast getur - nema fyrir höfundana og nánustu vini þeirra og skyldmenni. Enda er það ekki þannig blogg sem hefur áhrif á stjórnmál og önnur þjóðfélagsmál. Bloggið sem hreyfir við fólki er ekki hversdagssögur heldur vefsíður sem flytja markvissan boðskap, umræður og skoðanir einstaklinga og hópa. Til þessa flokks má kannski einnig telja fréttasíður á netinu sem haldið er úti af einstaklingum eða fáum mönnum. Dæmi um svona blogg hér á landi eru til dæmis vefsíður alþingismanna og annarra stjórnmálamanna (og er vefsíða Björns Bjarnasonar, bjorn.is, þekktasta og jafnframt vandaðasta dæmið). Einnig pólitísku vefritin (Deiglan, Vefþjóðviljinn, Frelsi, Íhald, Hrifla, Tíminn, Múrinn, VG-póstur, Sellan, Pólitík og Tíkin svo hin helstu séu nefnd) sem mikið eru lesin og hafa smám saman orðið helsti vettvangur lifandi þjóðfélagsumræðu í landinu. Loks óháðir einstaklingar sem leggja orð í belg um málefni líðandi stundar (a la Silfur Egils Helgasonar á Vísir.is) en sumir þeirra eru þó svo uppteknir af sjálfum sér og lítilfjörlegum einkamálum sínum að álitamál er til hvorrar tegundarinnar á telja á það blogg. Hér verða engin nöfn nefnd í því sambandi.Þjóðfélagslega bloggið hefur áhrif. Hér á landi sem úti í heimi. Það er engin spurning. Jón Sigurðsson forseti hefði strax kveikt á því. Þegar fram líða stundir er hætt við því að stjórnmálaflokkar, hreyfingar og einstaklingar, sem ekki átta sig á þessu, dæmi sig úr leik, missi af lestinni.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar