Friðsældin framundan 23. nóvember 2005 06:00 Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hver það er sem erfir land, hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja. Hvað eru mislæg gatnamót? 1. Mislæg gatnamót eru fullkomnun þeirrar vegagerðar sem sjálf skapar fjarlægðirnar sem hún yfirstígur. Þannig hefur verið sýnt fram á að ef göngu- og hjólabrautir kæmu í stað vega innan höfuðborgarsvæðisins styttust fjarlægðir milli húsa svo að göngufært yrði á milli enda borgarinnar á tíu mínútum. Sem er umtalsvert styttri tími en tekur að ganga yfir meðalstórt bílastæði. 2. Mislæg gatnamót birtast þar sem áður voru krossgötur. Á krossgötum mátti standa, anda, horfa til allra átta, og ákveða svo hvert leiðinni væri heitið og hefði djöfullinn eitthvað til málanna að leggja var honum það fúst og frjálst. Á mislægum gatnamótum er ekki tóm til að staldra við og tala við djöfla. 3. Einhver orðaði það eitt sinn svo að helvíti væri hinir - í öllu falli eru djöflarnir hinir. Mislæg gatnamót eru einmitt til þess gerð að enginn þurfi nokkru sinni að verða var við aðra. Mislæg gatnamót gera mögulegt að ferðast milli vinnu, heimilis og verslana án þess að staðnæmast einu sinni á rauðu ljósi meðan aðrir fara hjá. Mislæg gatnamót eru að því leyti fullkomnun og endastöð þeirrar rökvísi einkabílsins að samneyti við ókunnuga sé til trafala, óþægilegt eins og sígarettureykur, og þeir, aðrir, séu betur geymdir í sjónvarpinu. 4. Mislæg gatnamót eru yfirlýsing um endalok stjórnmála og sögu, ytri mörk línulegs tíma, og fögnuður þeirrar nýju rökvísi að til að komast til hægri skuli maður beygja til vinstri. Til að rugla ekki þá í ríminu sem gætu þurft að yfirgefa bíla sína um stundarsakir og ganga, til dæmis vegna vélarbilunar, hefur sama rökvísi nú verið heimfærð á nýja hönnun göngubrúa, sem berja má augum í Vatnsmýri - rétta leiðin yfir Hringbraut er burt frá henni. 5. Mislæg gatnamót eru manndómsvígsla, þar duga menn eða hika, tapa og drepast. Sá sem ekki tekur rétta hægribeygju á leið sinni til vinstri veit ekki fyrr en hann er lentur í Mosfellsbæ. Sú saga er raunar sögð að láti maður kylfu ráða kasti og gæti ekki að því hvar og hvenær maður beygi á gatnamótum borgarinnar endi maður undantekningarlaust á bílastæðinu við Smáralind. 6. Mislæg gatnamót eru manifestó, yfirlýsing, og þau segja: það er ekki leiðin eða ferðalagið sem skiptir máli, heldur aðeins áfangastaðurinn. Aðeins áfangastaðurinn. Á leiðinni er enda bara útvarp, á áfangastaðnum verður þráðlaust net og dvd spilari. 7. Mislæg gatnamót eru sjálfsprottin, þau reisa sig sjálf í nokkurs lags spíralhreyfingu gegnum skrifræði, fjármagn og mýrlendi, án þess mannshöndin komi þar nokkurs staðar nálægt. Hafi mannshönd komið þar nálægt, til dæmis hönd gatnamálastjóra, skipulagsfræðings, hendur nefnda eða verkfræðinga, munu þeir vilja koma fleiri mislægum gatnamótum upp þar til engin leið er að rata um borgina, inn í hana eða út úr henni, svo þeir finnist aldrei, aldrei nokkurn tíma, heldur geti andað rólega einhvers staðar á milli vega. Þeir munu vita hvenær við erum farin og þeir geta um frjálst höfuð strokið, það mun birtast í fréttum. 8. Eins og gatnamótin sjá að mestu, ef ekki öllu, leyti um sig sjálf munu bílarnir vafalaust halda áfram að sprella um göturnar þegar við erum farin - og útvarpsstöðvum mun trúlega ganga ágætlega að fylla dagskrárbilin á milli auglýsinga, þó mannskepnurnar hypji sig. 9. Það fer tvennum sögum af því hvort mislæg gatnamót voru veitt með fulltingi djöfulsins og því hafi hann svo hljótt um sig núna að fáu sé við að bæta, eða hvort hann stendur svekktur í súldinni á umferðareyju eða undir brúarsporði. Sjái hann einhver í vegkanti væri fallega gert að henda til hans brauði. 10. Heyrst hefur að íslensk verktakafyrirtæki muni brátt senda pólska starfsmenn sína til að reisa mislæg gatnamót í Írak, þar sem bensínverð er lágt, og því hægt að keyra meira. Samið hefur verið við CIA um afnot af flugvélum til að ferja starfsmennina. Það er ekki leiðin sem skiptir máli heldur áfangastaðurinn en við vitum líka öll hvert ferðinni er heitið, er það ekki? n
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun