Úr leik þrátt fyrir sigur 14. nóvember 2005 06:00 "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira