Komst með baráttu í gegnum úrtökumót á spáni 7. nóvember 2005 06:00 Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Íþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjá meira
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. "Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sérstaklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissulega góð reynsla fyrir mig," sagði Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið frá flugvellinum í Barcelona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. "Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylfinga til að komast inn á Evróputúrinn," sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfingar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. "Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfstrausts á mótið," sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Íþróttir Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjá meira