Karlaveldið bregst við kvennabaráttu Drífa Snædal skrifar 3. nóvember 2005 06:00 Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun