Reglur tilbúnar fyrir áramót 28. október 2005 03:30 Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir stærri fjarskiptafyrirtækið meðvituð um skyldur sínar varðandi öryggi fjarskipta. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum. Innlent Tækni Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Hrafnkell áréttar að hugsanlegum leka á töluvpósti Jónínu Benediktsdóttur hafi ekki verið vísað til stofnunarinnar. "Og mér vitanlega hefur hún ekki kosið að kæra ólöglegan aðgang að tölvupósti sínum til yfirvalda, hvorki til okkar né lögreglu," segir hann. Í vinnu stofnunarinnar nú er aðallega horft til 47. greinar fjarskiptalaga um öryggi og þagnarskyldu. Þar segir að fjarskiptafyrirtæki skuli gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi fjarskiptanna. "Og við vinnum að því að setja upp annað hvort reglur eða leiðbeiningar um með hvaða hætti við munum framfylgja þessu í framtíðinni." Hrafnkell vonast til að þessari vinnu ljúki fyrir áramót, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en nýjar reglur taka gildi. Í starfi nefndar sem samgönguráðherra skipaði í maí til að fara yfir öryggi fjarskiptakerfa segir Hrafnkell að fram hafi komið í heimsóknum til fyrirtækja að þau séu mjög meðvituð um mikilvægi öryggismála og vinni öll að því kerfisbundið að viðhalda og efla öryggi. Hann kveðst ekki muna til þess að upp hafi komið mál þar sem starfsmenn fyrirtækja lækju upplýsingum.
Innlent Tækni Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira