Hátíð sumra barna 23. desember 2004 00:01 Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar