Reykbúr flutt vegna dópsala 15. desember 2004 00:01 Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira