Fanginn í Japan 12. desember 2004 00:01 Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun