Fanginn í Japan 12. desember 2004 00:01 Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Skáksnillingurinn Bobby Fischer, sem nú er í fangelsi í Japan, hefur óskað eftir griðastað á Íslandi. Hrafn Jökulsson hefur ákveðnar skoðanir á þessu máli. Hann vill að við Íslendingar liðsinnum Fischer og bjóðumst til þess að hýsa hann. Hrafn hefur skifað eftirfarandi pistil að ósk Skoðana á Vísi: "Á dögunum barst utanríkisráðherra bréf frá Bobby Fischer, sterkasta skákmanni allra tíma. Hann hefur verið í japönskum fangabúðum síðan í júlí og á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna. Þar bíður hans 10 ára fangelsi. Glæpurinn? Að hafa teflt skák í Júgóslavíu – landi sem ekki er lengur til – fyrir tólf árum. Bobby Fischer er einn mesti afreksmaður Bandaríkjanna, og heimsins alls, á 20. öld. Upp á eigin spýtur braust hann til æðstu metorða, strákur frá New York sem skoraði sovéska skákskólann á hólm – og sigraði. Bobby Fischer varð heimsmeistari í Reykjavík 1972 þegar hann lagði rússneska prúðmennið Boris Spassky. Þetta var einvígi allra tíma, uppgjör Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar kalda stríðið var sem kaldast. Ráðamenn í Kreml og Hvíta húsinu fylgdust grannt með gangi mála í Laugardalshöll, og hinn litríki Bobby Fischer sá til þess að einvígið í Reykjavík var vikum saman á forsíðum heimsblaða. Aldrei áður höfðu svo margir fréttamenn komið til Íslands – heimsmeistaraeinvígið var tvímælalaust langmesta landkynning sem hið unga lýðveldi í norðri hafði fengið. Sumarið 1972 urðu Íslendingar og Bobby Fischer vinir. Við lærðum að meta þennan mótsagnakennda og kraftmikla strák, sem var kominn alla leið á toppinn án þess að hafa nokkru sinni gert málamiðlun um nokkurn skapaðan hlut. Bobby var rekinn áfram af viljanum til að sigra, til að skapa meistaraverk. Hann er skáklistinni það sem Beethoven er tónlistinni og Shakespeare skáldskapnum. Og nú er þessi vinur okkar í miklum þrengingum. Hann er kominn á sjötugsaldur og hefur í fimm mánuði verið í haldi Japana. Framsal til Bandaríkjanna er dauðadómur í huga Fischers, sem hefur afsalað sér bandarísku ríkisfangi – og leitað til Íslendinga um hjálp á neyðarstundu. Íslendingar geta, líklega einir þjóða, komið Fischer til hjálpar. Mikilvægast er að fá hann lausan úr hinni japönsku prísund, og að tryggja að gamli maðurinn geti um frjálst höfuð strokið. Það væri sterkur leikur af hálfu íslenskra stjórnvalda að bjóða Fischer vist á Íslandi og leysa þannig mestu þraut skákheimsins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar