Þeir tekjuháu fá mest 29. nóvember 2004 00:01 Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. Fréttablaðið hefur látið reikna nokkur dæmi um það hvernig væntanlegar skattkerfisbreytingar koma út fyrir mismunandi tekjuhópa. Skoðað var annars vegar hvað fólk greiðir í skatt samkvæmt gildandi reglum og hins vegar hvernig dæmin litu út ef skattkerfisbreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda í dag. Ekki var tekið tillit til breytinga á eignaskatti né heldur skerðinga á vaxtabótum. Borin voru saman sex dæmi. Einstaklingur með 150 þúsund krónur í mánaðartekjur, annars vegar barnlaus og hins vegar með eitt barn undir 7 ára. Hjón með tvö börn undir 7 ára, annars vegar með 400 þúsund krónur samtals í mánaðartekjur og hins vegar eina milljón samtals á mánuði. Að lokum hjón með þrjú börn með 400 þúsund krónur í samanlagðar mánaðartekjur og hins vegar eina milljón króna á mánuði. Lækkun skattprósentunnar og afnám hátekjuskattsins leiða til þess að ávinningur skattkerfisbreytinganna í krónum talið er mestur hjá þeim tekjuhærri. Þeir tekjulægri fá að vísu meiri hækkun barnabóta en það vegur skammt þegar breytingarnar eru skoðaðar sem heild. Fjölskylda með þrjú börn, tvö undir sjö ára og eitt á aldrinum 7-16 ára, og fjölskylda með tvö börn undir sjö ára aldri koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt útreikningum sem Fréttablaðið lét gera. Miðað er við að hvor fjölskylda sé með eina milljón króna í tekjur á mánuði eða 12 milljónir í árstekjur og greiðir hvor fjölskylda þá rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu á ári og fær tæplega 40 þúsund krónum hærri barnabætur eftir skattabreytingarnar en í dag. Hagur þessara fjölskyldna gæti því batnað um 716.633 krónur. Hjón með þrjú börn, þar af tvö undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur, koma næstbest út úr samanburðinum. Þau greiða 244.392 krónum minna í staðgreiðslu og fá rúmlega 191 þúsund krónum meiri barnabætur. Þessi hjón hafa því bættan hag um 435.910 krónur, samkvæmt þessum útreikningum. Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði eða 4,8 milljónir í árstekjur greiða rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá 156.264 krónum hærri barnabætur en í dag. Þessi hjón hafa þar með bættan hag um 400.656 krónur þegar skattabreytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda. Einstaklingur með eitt barn undir sjö ára aldri og 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rúmlega 98 þúsund krónum minna í staðgreiðslu en hann gerir í dag og fær tæplega 66 þúsund krónum hærri barnabætur. Þessi fjölskylda hefði því 163.937 fleiri krónur í vasanum væru skattkerfisbreytingarnar komnar til framkvæmda. Barnlaus einstaklingur með 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði fær hins vegar engar barnabætur. Hann greiðir minni staðgreiðslu sem nemur rúmlega 98 þúsund krónum á ári og batnar hagur hans um þá krónutölu miðað við ofangreindar forsendur. Hann fer verst út úr skattabreytingunum. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnarTekjur á mánuðiStaðgreiðslaBarnabæturSamtalsBarnlaus einstaklingur150.000- 98.196098.196Einstaklingur með 1 barn undir 7 ára150.000- 98.19665.741163.927Hjón með 2 börn undir 7 ára400.000- 244.392156.264163.937Hjón með 2 börn undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára400.000- 244.392191.518435.910Hjón með 3 börn, tvö undir 7 ára1.000.000- 677.05739.576716.633 Samanburðurinn sýnir að barnmargar fjölskyldur með háar tekjur koma betur út úr skattabreytingunum en tekjulágar fjölskyldur, þrátt fyrir að fjöldi barna sé sá sami.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent