Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir 27. nóvember 2004 00:01 Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra þegar hún kynnti könnun á norræna tölvuleikjamarkaðnum fyrir börn og unglinga á ráðstefnunni Nordic Game Potential í Málmey í Svíþjóið í gær. Ráðherrann sagði þessa þróun hafa í för með sér spennandi menningarpólitískar áskoranir og þess vegna standi Ísland, sem nú gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, fyrir ráðstefnunni. Erik Robertsson, sem gert hefur könnun á norrænum tölvuleikjum, markaðshlutdeild þeirra og fleira fyrir ráðherranefndina, sagði frá því að Norðurlönd eru sjötti stærsti tölvuleikjamarkaður heims. Aðeins fimm prósent seldra leikja geta hins vegar talist norrænir og aðeins eitt prósent leikjanna eru bæði á norrænu tungumáli og framleiddir á Norðurlöndum. Samt sem áður eru 200 fyrirtæki sem starfa á þessu svið á Norðurlöndum og starfa þar um 1000 manns. Þessi fyrirtæki starfa á mjög erfiðum markaði. Það er þó eftir miklum fjármunum að slægjast ef leikir slá í gegn eins og nú hefur gerst með leikina Backpacker frá Svíþjóð og Hitman frá Danmörku. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra þegar hún kynnti könnun á norræna tölvuleikjamarkaðnum fyrir börn og unglinga á ráðstefnunni Nordic Game Potential í Málmey í Svíþjóið í gær. Ráðherrann sagði þessa þróun hafa í för með sér spennandi menningarpólitískar áskoranir og þess vegna standi Ísland, sem nú gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, fyrir ráðstefnunni. Erik Robertsson, sem gert hefur könnun á norrænum tölvuleikjum, markaðshlutdeild þeirra og fleira fyrir ráðherranefndina, sagði frá því að Norðurlönd eru sjötti stærsti tölvuleikjamarkaður heims. Aðeins fimm prósent seldra leikja geta hins vegar talist norrænir og aðeins eitt prósent leikjanna eru bæði á norrænu tungumáli og framleiddir á Norðurlöndum. Samt sem áður eru 200 fyrirtæki sem starfa á þessu svið á Norðurlöndum og starfa þar um 1000 manns. Þessi fyrirtæki starfa á mjög erfiðum markaði. Það er þó eftir miklum fjármunum að slægjast ef leikir slá í gegn eins og nú hefur gerst með leikina Backpacker frá Svíþjóð og Hitman frá Danmörku.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira