Endurhæfing í stað örorku 25. nóvember 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í ýmsum verkefnum sem lúta að starfsendurhæfingu fólks til að forða því frá örorku. Það hefur sýnt sig að sú vinna skilar árangri, að sögn Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra stofnunarinnar, en þyrfti að vera miklu markvissari og meiri. Fjölgun öryrkja á þessu ári kostar ríflega milljarð. Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári. Heildarútgjöld vegna þessarar aukningar nema 2,5 milljörðum króna á þessu tímabili, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. "Þessi endurhæfingarverkefni eru fyrir fólk sem sótt hefur um örorku, en við teljum að hægt sé að koma til betri vegar," sagði Karl Steinar og bætti við að sú forvarnarvinna hefði gefið góða raun. Nú stendur yfir margþætt vinna vegna þeirrar þróunar sem er í fjölgun öryrkja. Hagfræðistofnun vinnur að kortlagningu vandans og greiningu á orsökum hans, samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Þá er væntanleg skýrsla frá nefnd Tryggingastofnunar um starfsendurhæfingu og frekari möguleika í henni. Karl Steinar segir að með þeim upplýsingum sem fengjust með þessu starfi yrði hægt að sjá málin í víðara samhengi og bregðast við þróuninni með árangursríkari hætti. Í greinargerð sem Tryggingastofnun hefur sent heilbrigðisráðherra er bent á að hjá samsvarandi stofnunum í Noregi og Svíþjóð hafi allt eftirlit með fagaðilum verið hert verulega, meðal annars með lagasetningu þess efnis. Að hálfu stofnananna hafi verið lögð áhersla á að auka verulega fræðslu til fagstétta um almannatryggingakerfið, stöðu þess og þróun, svo og þær hættur sem séu því fylgjandi að ekki sé gætt fyllstu varfærni í ákvörðun réttar til bóta. Eftir lauslega könnun Tryggingastofnunar hafi komið í ljós að læknar hér á landi þurfi verulega aukna fræðslu um almannatryggingar. Huga þurfi að sérstökum fjárframlögum til stofnunarinnar eigi hún að standa undir slíkri fræðslu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira