Leiða Danir sannleikann í ljós? 25. nóvember 2004 00:01 Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Vínlandskortið er í fréttunum eina ferðina enn. Að þessu sinni vegna þess að danskir fræðimenn hafa fengið leyfi eigandans, Yale-háskóla í Bandaríkjunum, til að rannsaka kortið. Danirnir eru sérfræðingar við Konunglega bókasafnið og Forvörsluskólann í Kaupmannahöfn. Dagblaðið Berlingske Tidende gerði leiðangri þeirri vestur um haf góð skil fyrr í vikunni en blaðið hefur löngum sýnt kortinu mikinn áhuga. Fram kemur að Danirnir vænta þess að geta skýrt frá niðurstöðum rannsókna sinna innan nokkurra mánaða. Þeir ætli að skoða bókfellið sem kortið er teiknað á og blekið sem notað hefur verið. Þeir munu þó ekki fá að taka sýni úr kortinu í þessu skyni. Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því. Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt. Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða. Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið. Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar! Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000. Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar