Kennaradeilan í gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira