Borgarstjóri segi af sér 6. nóvember 2004 00:01 Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira