Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp 29. október 2004 00:01 Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira