Engin skólagjöld Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. október 2004 00:01 Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun