Geðsjúkur fangi í einangrun 27. október 2004 00:01 Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira