Örlagarík lokavika í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 24. október 2004 00:01 Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn í næstu viku er kjördagur í Bandaríkjunum. Líklegast munu úrslitin því verða ljós strax þá um kvöldið en í ljósi reynslunnar frá síðustu kosningum er auðvitað gjörsamlega útilokað að fullyrða um slíkt. Við þetta bætist að framboðin tvö hafa ráðið tugþúsundir lögfræðinga í þjónustu sína og veit það varla á gott um að málslyktir verði hamingjusamlegar og skjótfengnar. Víða í fjölmiðlum hefur komið fram að sitjandi forseti fái jafnan áþekkt atkvæðamagn og skoðanakannanir segja til um en áskorandinn heldur meira. Út frá þessari forsendu má draga þá ályktun að Kerry sé um þessar mundir sigurstranglegri. Á veðmálavefsíðunni Tradesports skiptast menn á bréfum og segir gengi þeirra til um það hversu líklegt menn telji að Bush eða Kerry vinni. Í dag (sunnudag) er Bush sagður eiga ríflega 58 prósent möguleika á endurkjöri. Líkurnar á sigri hans samkvæmt þessum veðbanka hafa farið heldur lækkandi upp á síðkastið en þó tekið kipp upp á við á síðustu dögum. Á vefsíðunni er einnig hægt að veðja um það hvernig úrslitin verða í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þar er líka sérstakt veðmál í gangi um það hvort endanleg úrslit muni liggja fyrir þann 13. desember. Nú er staðan í veðbankanum sú að 85 prósent telja að það muni gerast en sú prósenta er á leið niður á við enda hafa ýmsar spurningar vaknað á síðustu vikum sem varpað geta kosningaferlinu í uppnám. Nú á síðustu metrunum í kosningabaráttunni leggja frambjóðendurnir áherslu á þau ríki þar sem enn er mjótt á munum og ganga sífellt lengra í málflutningi sínum til þess að sníða málstað sinn að þeim lykilkjósendum sem velt geta hlassinu í þeirra átt. Á frábærri vefsíðu New York Times getur að líta gagnvirkt kort af Bandaríkjunum. Á kortinu sést hvaða ríki teljast vera komin í örugga höfn annars frambjóðandans og svo er hægt að leika sér að því að merkja hin ríkin og sjá hvaða áhrif það hefur á niðurstöðu kjörmannakosningarinnar (þeir sem ekki þekkja kjörmannakerfið geta til dæmis lesið um það í þessari grein). Samkvæmt þessari síðu New York Times liggur nokkuð ljóst fyrir hvar 438 kjörmenn lenda en barist er um 538. Það eru því hundrað eftir. Stærstu bitarnir af þeirri köku eru Flórída (27 kjörmenn), Ohio (20 kjörmenn), Minnesota og Wisconsin (10 kjörmenn hvort). Önnur ríki sem ekki eru merkt öðrum frambjóðandanum eru: Oregon (7 kjörmenn), Nevada (5 kjörmenn), Nýja Mexíkó (5 kjörmenn), Colorado (9 kjörmenn) og Iowa (7 kjörmenn). Barátta frambjóðandanna mun nær einvörðungu snúast um þessi ríki fram að kosningum. Að mati New York Times má Kerry nú gera ráð fyrir að eiga 225 kjörmenn vísa en Bush 213. 270 þarf til að ná kjöri. Kerry nægir því að vinna Ohio og Flórída til að tryggja sér sigur. Ef við reiðum okkur á þá sem veðjað hafa á Tradesports til að meta hvar sigurinn lendir í hverju ríki þá breytist staðan. Þar er gert ráð fyrir að Bush vinni Nevada, Colorado, Iowa, Wisconsin, Flórída og Ohio en að Kerry vinni Oregon og Minnesota. Gangi þetta eftir mun Bush fá 291 kjörmann en Kerry 247. Þá bætist reyndar við óvissa um breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado. (Um breytingar á kjörmannakerfinu Colorado má lesa hér). Það er hins vegar afar mjótt á munum um hvernig veðmálamenn telja að kosningin fari í Nýju Mexíkó og Ohio. Ef Kerry vinnur þau bæði (hann er naumlega yfir í Nýju Mexíkó en naumlega undir í Ohio) þá er Bush samt með meirihluta kjörmanna (271). Þá gæti hins vegar orðið úrslitaatriði hvernig kjörmannavali í Colorado verður háttað. Ef tillaga um breytingu verður samþykkt (og hún mun þá taka strax gildi) þá dugir Kerry að vinna Ohio til að ná 271 kjörmanni. Ef tillagan í Colorado, sem felst í því að kjörmönnum verði úthlutað til frambjóðenda í hlutfalli við atkvæðamagn en ekki að sá sem fær fleiri atkvæði vinni þá alla, tekur gildi má gera ráð fyrir að brjálæðið frá því fyrir fjórum árum verði endurtekið og úrslit kosninganna ráðist í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar yrði tekin yrði afstaða til þess hvort kjörmannabreytingin í Colorado standist lög. Ef hún stenst lög þá vinnur Kerry en ef hún stenst ekki lög þá vinnur Bush. Og þá er bara eitt eftir. Það er að telja atkvæðin í hæstarétti Bandaríkjanna. Þar sitja níu dómarar og meirihluti ræður niðurstöðu. Repúblikanar eiga þar fimm menn og demókratar fjóra. Það skyldi þó aldrei vera að Kerry ætti að verja síðustu dögunum í að reyna að snúa einhverjum þeirra?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar