Deilan um landið á tímamótum 21. október 2004 00:01 Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira