Um 260 milljóna heimildir ónýttar 20. október 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira