
Innlent
Héraðsdómur viðurkennir kröfuna

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag stærstan hluta kröfu Jónasar Kristjánssonar í þrotabú DV sem forgangskröfu. Jónasi var sagt upp störfum sem ritstjóra blaðsins í desember árið 2001 og telur hann sig eiga inni ógreidd laun, bæði frá tímabili uppsagnarfrests og fyrri hluta árs 2001. Stærstur hluti 2,7 milljóna króna kröfu Jónasar í þrotabú blaðsins var í dag viðurkenndur sem forgangskrafa í Héraðsdómi. Þá ber þrotabúinu einnig að greiða Jónasi 250 þúsund krónur vegna málskostnaðar.