Vissi ekki af líkinu 18. október 2004 00:01 Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira