Hvar er heimasíða Ólafs Ragnars? 15. október 2004 00:01 Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Heita má að öll opinber embætti og stofnanir hér á landi hafi komið sér upp heimasíðu á netinu. Vilji almenningur fá upplýsingar um Alþingi, ríkisstjórnina, sveitarfélögin, dómsvaldið, kirkjuna, lögregluna, menningarstofnanir, skóla, sjúkrahús, eftirlitsaðila eða þjónustufyrirtæki á vegum hins opinbera þá er þær að finna á netinu. Á heimasíðum þessara aðila eru fréttir, skýrslur, yfirlit um starfsemi, upplýsingar um starfsmenn, símanúmer og netföng. Þetta er mjög þægilegt og lofsvert. Eitt embætti sker sig þó úr. Um það er nánast engar upplýsingar að fá á netinu. Þó er þetta eitt mikilvægasta og virðulegasta embætti Íslands: forsetaembættið sjálft. Vilji menn senda forseta Íslands eða starfsmönnum hans tölvupóst er engar leiðbeiningar um það að finna á netinu. Vilji menn fræðast um persónu forsetans og feril hans, fræðast um hagi hans, lesa ræður hans og greinar, kynna sér dagskrá hans eða fá vitneskju um upphaf og sögu forsetaembættisins, læra eitthvað um forsetasetrið á Bessastöðum eða embættisskrifstofuna í Reykjavík, þá er tímasóun að leita þess að netinu. Engar upplýsingar af þessu tagi er þar að finna. Þetta er undarlegt og menn velta að vonum fyrir sér hverju þetta sæti í þjóðfélagi sem sett hefur heimsmet í netnotkun almennings. Víst er að ekki skortir fé og ekki skortir hæfileikafólk á skrifstofu forsetans til að stofna og halda úti heimasíðu. Getur verið að forsetinn hafi einfaldlega ekki áhuga á að vera í sambandi við fólkið í landinu? Að hann vilji ekki láta ónáða sig? Að hann vilji ekki að almenningur fylgist um of með dagskrá sinni frá einum degi til annars? Það er erfitt að trúa slíku upp á jafn alþýðlegan mann og Ólaf Ragnar Grímsson. Þegar Ólafur Ragnar var nýtekinn við embætti forseta Íslands í fyrsta sinn fyrir rúmum átta árum birtist við hann viðtal í Morgunblaðinu (3. ágúst 1996). Undir fyrirsögninni Forsetaembættið opnar heimasíðu var eftirfarandi orð að finna: "Tölvu- og upplýsingakerfi forsetaembættisins hefur verið endurnýjað og er það Nýherji sem sér um þá hlið mála. Ólafur Ragnar kvaðst hafa lagt á það ríka áherslu að húsið yrði búið nýjustu samskiptatækni og henni yrði einnig komið fyrir á Bessastöðum, þannig að forsetaembættið geti hagnýtt sér allar þær upplýsingar sem það hefði yfir að ráða hvort heldur verið væri að vinna að málum á Bessastöðum eða á skrifstofunni. "Þannig munu allar upplýsingar liggja fyrir og vera aðgengilegar hvar sem er. Við munum opna heimasíðu og auðvelda þannig fólki bæði hér innanlands og um víða veröld að eiga samskipti við okkur í krafti nýrrar tækni," sagði forsetinn." Líklegt er að Ólafur Ragnar hafi ætlað að fylgja þessum orðum eftir því nokkru seinna tók forsetaembættið á leigu lénið forseti.is. Þar átti að vista heimasíðuna nýju. Síðan eru liðin meira en átta ár. Vefsíðan hefur alla tíð verið aðgengileg á netinu. Forsetaembættið hefur greitt af henni árleg gjöld - af almennafé að sjálfsögðu. Gallinn er bara sá að allan þennan tíma hefur ekkert efni verið að finna á síðunni, hvorki texta né myndir. Á vefsíðu, sem utanríkisráðuneytið heldur úti á ensku, iceland.is er að finna æviágrip forseta Íslands. Það er allt og sumt sem gerst hefur á síðast liðnum átta árum. Þeir fjölmörgu sem sakna forseta Íslands á netinu urðu glaðir þegar þeir lásu eftirfarandi í viðamikilli umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson og forsetaferil hans í Tímariti Morgunblaðsins hinn 9. maí í vor "Annað atriði sem vera átti liður í nútímalegri starfsháttum forsetaembættisins en ekki hefur enn komist til framkvæmda er opnun heimasíðu þess, forseti.is. Nú hillir þó undir opnun hennar, að sögn forsetaskrifstofu. "Þegar hefur verið gengið frá öllum skrifuðum ræðum, fyrirlestrum og ávörpum forseta, dagskrám ferða hans, yfirliti atburða á hverju ári auk fróðleiks um embættið, sögu þess og Bessastaði. Þá hefur verið gengið frá í tölvutæku formi öllum nýársávörpum og innsetningarræðum fyrri forseta. Myndefni er í vinnslu. Umsjón með frágangi heimasíðunnar hefur fyrirtækið Hugvit," segir í svörum forsetaskrifstofunnar"Hálfu ári síðar hefur ekkert frekar spurst til forsetans á netinu. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að embætti forseta Íslands hefur aldrei verið meira í sviðsljósinu en á þessu ári. Aldrei hafa fleiri sýnt áhuga á að sækja sér fróðleik um sögu embættisins, lög og reglur um það, viðhorf núverandi forseta og fyrirrennara hans. En almenningur kemur að lokuðum dyrum á netinu. Er ekki kominn tími til að tengja?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar