ASÍ ósamkvæmt sjálfu sér 14. október 2004 00:01 Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tvískinnung. Óskar segir sambandið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregðist það hart við þegar Sólbaksmenn semji við sína vinnuveitendur án milligöngu stéttarfélaga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnisferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pokann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrum vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili þá situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni leigubílsstýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félagið orðið almennt bifreiðastjórafélag en ekki einungis fyrir rútubílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 þá tók Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að aðhafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætanlegu tjóni. "Þess vegna kom þetta mjög flatt upp á okkur að Alþýðusambandið skyldi hafa mótmælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið algerlega á bak orða sinna gagnvart okkur," segir Óskar sem ítrekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sólbakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. "Það er gott til þess að líta að menn geti skipt um skoðun í þessum efnum því við héldum því alla tíð fram að þetta væri ólöglegt." Sleipnir hefur krafið Alþýðusambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira