Skattbyrði lífeyrisþega eykst 13. október 2004 00:01 Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent