Áhafnir styðja Sjómannafélagið

Áhafnir fiskiskipa á hafi úti hafa tekið upp á því að senda forystu Sjómannafélagsins stuðningsyfirlýsingar vegna Sólbaksdeilunnar. Þannig hvetur áhöfnin á Kleifabergi ÓF forystusveit sína til frekari aðgerða og að beita öllum tiltækum ráðum gegn áformum útgerðar Brims hf. til að brjóta á bak aftur stéttarfélögin í landinu, og hætta ekki fyrr en útgerðin láti af fautaskap sínum og yfirgangi, eins og segir í yfirlýsingu hennar. Jafnframt hvetur áhöfnin á Kleifabergi talsmenn útgerða í landinu til að reyna að koma vitinu fyrir stjórnendur Brims í þessu máli svo forðast megi frekari óþarfa árekstra á milli sjómanna og útgerða.