Þrískipting valdsins Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. október 2004 00:01 Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins - Jakob Frímann Magnússon Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun