Samningar verða að nást 7. október 2004 00:01 "Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
"Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf," segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sólbaks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. "Við höfum viljað koma á hagræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerðarmynstri í takt við breytta tíma," segir Björgólfur, en bætir við að viðræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heildarsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. "Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð," segir hann og nefnir hafnarfrí sjómanna. "Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á." Björgólfur segir ljóst að sjómannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en leggur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. "Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samningana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu aflahlutar með fækkun í áhöfn," segir hann og vísar til samnings útvegsmanna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfsmanna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjómanna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. "Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleypur á 80 til 90 prósentum," segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og útgerð nái saman. "Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokunum. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við gerum við ekki út."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira