Axarmaðurinn játar brot sitt 7. október 2004 00:01 28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land. Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land.
Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira