Óvænt stefna umræðu 6. október 2004 00:01 Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira