Viðvörun í anda foringjastjórnmála 1. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun