6,1 milljarðs halli á ríkissjóði 30. september 2004 00:01 6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent