6,1 milljarðs halli á ríkissjóði 30. september 2004 00:01 6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira