Ákvörðun sem orkar tvímælis 30. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar