Hlutur kvenna gleymist ekki 29. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun