Öllum undanþágubeiðnum hafnað 24. september 2004 00:01 Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. Fjórtán umsóknir bárust undanþágunefnd sem í eiga sæti fulltrúi kennara og fulltrúi sveitarfélaga. Fimm voru ekki til afgreiðslu vegna formsgalla. Öllum hinum var hafnað. Af fjórtán umsóknum voru tólf um kennslu fyrir fötluð börn. Fulltrúi Launanefndar sveitarfélaganna taldi rétt að veita undanþágurnar, en ekki fulltrúi Kennarasambands Íslands, og því var beiðnunum hafnað. Umsóknirnar voru meðal annars frá Öskjuhlíðaskóla þar sem 39 þroskaheft og fjölfötluð börn sækja nám. Sama gildir um Safamýraskóla þar sem allir 19 nemendur skólans eru alvarlega fjölfatlaðir. Í rökstuðningi tekur skólastjórinn fram að börnin hafi mikla þörf fyrir reglufestu. Það að mæta ekki í skólann sinn eins og venjulega valdi þeim miklum erfiðleikum og vanlíðan. Í rökstuðningi fulltrúa Kennarasambands Íslands segir að í ljósi þess að ekki sé talið að neyðarástand skapist þegar frí eru í skólanum, hafni hann umsókninni. Þó er boðið upp á heilsdagsvistun í fríum í Safamýraskóla en meðan verkfall varir eru foreldrar ráðalausir. Helga Steinunn Hauksdóttir, móðir eins nemenda Safamýrarskóla, segir fólk hafa reynt að þreyja þorrann og fengið aðstoð, eða sjálft verið heima, en það gangi ekki ef verkfallið teygist í margar vikur. Þá gefur Helga ekki mikið fyrir rökstuðning fulltrúa kennara í undanþágunefnd. Hún segir hann vera að ljúga; hann noti rök sem ekki séu haldbær og Helga skorar á nefndina að endurskoða afstöðu sína hið fyrsta.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira