Langt í úrlausn verkfalls 23. september 2004 00:01 Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um sentimetra frá því í vor. "Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit," segir Finnbogi. "Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall." Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélaganna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. "Ég held að báðar samninganefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnudag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudaginn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjanlegar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið," segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samninganna. "Ég hef hvatt báða aðila til að hugleiða hvernig þeir geti nálgast hvorn annan," segir Ásmundur. Eiríkur Jónsson gerði grein fyrir stöðu kjaradeilnanna á fundi með kennurum í verkfallshúsi þeirra í Borgartúni í fyrrakvöld. Hann segir samninganefnd kennara hafa fengið skýr skilaboð frá félagsmönnum. "Við förum ekki frá samningaborðinu fyrr en við höfum náð markmiðum okkar varðandi kennsluskyldu og verkstjórnarþáttinn, ásamt því að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Þetta eru ófrávíkjanlegar kröfur," segir Eiríkur, sem fundar ekki fyrr en tilboð sveitafélaganna berst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira