Engar undanþágur veittar enn
Verklagsreglur undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna voru ræddar á fyrsta fundi hennar í gær. Þegar hefur verið óskað eftir undanþágum vegna verkfalls kennara en engar ákvarðanir verið teknar, segir Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara og skólastjórnendafélags Íslands í undanþágunefndinni. Hún hittir Sigurð Óla Kolbeinsson, fulltrúa sveitarfélaganna, í dag klukkan hálf tíu. Þórarna segir að þau mál sem liggi fyrir hjá nefndinni séu trúnaðarmál. Fjöldi þeirra og eðli sé því ekki gefið upp að svo stöddu.