Póstmódernísk hningnun tungunnar 22. september 2004 00:01 Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geymsla Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt mál - Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Öðru hverju heyrist sú fullyrðing að vernd og ræktun íslenskrar tungu, sem stundum er nefnd hreintungustefna, leiði til málótta þeirra sem hafi ekki vald á hinu "hreina" máli og því njóti þeir ekki fulls tjáningarfrelsis. Meðal annars hefur verið bent á að nýir ríkisborgarar þessa lands, sem aldir eru upp við önnur tungumál, ráði ekki við "gullaldaríslenskuna" sem málhreinsunarmenn kváðu vilja að við tölum öll. Þetta er í samræmi við þá kenningu að ekkert sé gott og ekkert vont, ekkert vandað og ekkert óvandað. Samkvæmt hinni nýju hugsun, sem stundum er kennd við svonefndan póstmódernisma, er ekki gerður greinarmunur á hámenningu og lágmenningu, iðnaðarpoppi og því sem eitt sinn hét æðri tónlist, fagmennsku og áhugamennsku. Og nú má ekki gera greinarmun á vönduðu málfari og óvönduðu, í nafni lýðræðis skilst mér. En hvað þarf að gerast til þess að þetta takmark náist? Líklega þarf í fyrsta lagi að hætta allri íslenskukennslu í skólum, sem hlýtur að leiða til einföldunar málsins. Þá hverfa líklega smám saman þessar flóknu beygingar sem gera málið svo erfitt (raunar eru sagnbeygingar, nema á sögninni að vera, þegar á hröðu undanhaldi; það er byrjunin). Í öðru lagi þarf landslýður að hætta að lesa góðar bókmenntir. Það leiðir til minnkandi orðaforða því málið okkar varðveittist fyrst og fremst í bókmenntum, fornum og nýjum, og tungutaki alþýðufólks, sem talaði (og talar) mál forfeðranna. Orð, orðasambönd og hugmyndir hætta að erfast frá kynslóð til kynslóðar þar til orðaforðinn verður orðinn svo lítill að allir standa jafnt að vígi. Þegar svo verður komið geta landsmenn líklega allir tjáð sig með svipuðum hætti, enginn betur en annar, málfar allra verður jafnslæmt. Þá verður lýðræðinu víst borgið?! Þó er einn hængur á þessu. Alltaf verður til hópur fólks sem vill tala gott mál, halda uppi heiðri íslenskrar tungu. Það heldur áfram að lesa góðar bókmenntir og auðga mál sitt með fjölbreytilegum orðaforða sem auðveldar því að koma hugsunum sínum í orð, beygja orðin eftir föllum, tölum, háttum og tíðum, hafa þau í réttum kynjum og svo framvegis, og reynir að kenna börnum sín gott mál. Það verður ekki hægt að banna fólki þetta frekar en að tala einfalt og rýrt mál. Hvor hópurinn skyldi verða betri í rökræðum, að standa fyrir máli sínu, sannfæra aðra um ágæti skoðana sinna eftir svona tvo til þrjá áratugi? Skyldu þá berjast um völd og áhrif í þjóðfélaginu annars vegar þeir sem hafa orðsins list á valdi sínu og hins vegar til að mynda þeir sem stjórna hlutabréfaviðskiptum og hafa vald á markaðsöflunum? Hvorir skyldu hafa betur? Eitt er víst að verði þróunin á þennan veg verður unnt að heyra á málfari fólks hvorum hópnum það tilheyrir. Þá verður málfarsleg stéttarskipting. En spurningin er hvor verði yfirstéttin, sú málfátæka eða hin orðríka. Kannski á ég eftir að eiga þess kost, aldraður maður, að fylgjast með þeirri "orðræðu" og þeirri baráttu sem þá fer fram. En að sinni vek ég aðeins athygli á orðum Bretans sem lærði íslensku á viku og mætti síðan í viðtal í Kastljósinu. Þetta er víst tungumálasnillingur sem hefur fjölda tungumála á valdi sínu. Honum gekk furðuvel að gera sig skiljanlegan á íslensku í viðtalinu - en átti þó eðlilega í nokkrum erfiðleikum því hann vantaði orð til að tjá hugsun sína. Hann kom því þó til skila að honum þætti íslenskan ákaflega fallegt mál, algjör "gullmoli", og þeir sem kynnu hana og töluðu hefðu unnið í "tungumálahappdrætti". Annar tungumálasnillingur, Rasmus Kristján Rask, var á svipaðri skoðun á fyrri hluta 19. aldar. Glöggt er gestsaugað. Ég held að einföldun tungunnar sé ekki ráðið heldur að almennilega verði staðið að íslenskukennslu, jafnt fyrir innfædda sem aðflutta Íslendinga. Hvað hina síðarnefndu varðar leysist vandinn af sjálfu sér því næsta kynslóð á eftir að tala fullboðlega íslensku, svo framarlega sem hvergi verði gefið eftir í almennri íslenskukennslu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun