Umhugsunarefni fyrir flokkana 21. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun